Top Menu 2

Íslenska
English

Newsflash

Smooth Gallery

title

description

title title

title

description

title title

title

description

title title

title

description

title title

title

description

title title

title

description

title title
Home Viðburðir Þorraveislur
Print E-mailÞRUMANDI ÞORRAVEISLUR

Good food and live entertainment

Þorrinn byrjar nú sem endranær á sjálfan bóndaginn 21 janúar og líkur á konudaginn sunnudaginn 20 febrúar.

Við verðum með Þorrahlaðborð, og Víkingarnir og Valkyrjurnar verða syngjandi íslensk þjóðlög sem og aðra kviðlinga, og leika við hvern sinn fingur meðan á borðhaldi stendur.

Verðið á þessu öllu er aðeins 6800 krónur og inn í því er það sem á undan er talið. Hópaafsláttur er veittur.

Já verið velkomin í þjóðlega veislu á stað sem hefur það umhverfi sem þarf til að gera veisluna fullkomna.

torri
torramatur

Á hlaðborði:

Kjötréttir

Súrmatur
Sjávarfang
Meðlæti
Hangikjöt
Lundabaggar
Harðfiskur
Uppstúf og kartöflur
Svið
Lifrarpylsa
Hákarl
Maukaðar kartöflur
Sviðasulta
Blóðmör
2 tegundir af síld
Rófustappa
Saltkjöt
Hrútspungar
Sýrt hvalkjöt
Rauðrófur
Svínasulta
Bringukollar
Reykt þorskrogn
Grænar baunir
Sviðasulta
Hverabrauð
Flatkökur og smjör
Borðpantanir: sími 565 12 13  fax 565 18 91   This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it

ÞORRARÍMUR


Þorra blótað á Fjörukránni

Skola með bjór síðan öllu niður

Sítlar þá um kroppinn himsneskur friður

Því bragð er best af fornu fæði

Forfeðranna fóður er algjört æði

Blóðmörinn súri og skyrið góða

Stolta Víkingana gerir óða

Þeir opna ginið og ofan í þá rennur

Allt það besta er festa á tennur

Ó – pungarnir prúðir og bringukollar

Pottréttir, saltkjöt eða flatkökur hollar

Hákarlinn sterki með smá brennivíni

Hangikjötslæsa ásamt léttu gríni

Því mikilvægt er, og best það tel

Í matboðum að fá að hlægja vel

Í sælu má smakka súran hval

Smjörklípa ofan á harðfiskinn skal

Súpa líka vel, en settlegur siður

Er að stoppa er þrútinn mjög er kviður

Þá hugur þinn fljótt til fortíðar leitar

Er um skálann ganga griðkonur feitar

Og hella í þitt horn dýrðlegum miði

Menn þrá að taka upp forna siði.

Hvern veistu vinur betri sið
En vel um þorra að kýla í kvið
Um dimman vetur í drunga að geta
Af dásemdum hlaðborðs fengið að éta
Já, þorramat svo góðan að þjóðlegum hætti
Þrusa honum í munninn af öllum mætti

Viltu gott í kroppinn, éta á þig gat?

Af gómsætum íslenskum þorramat

Því það er víst að maginn þinn mjór

Elskar um þorra bæði slátur og bjór.

Paparnir spila, þú skankana skekur

Skvettir til frúnni- það ástina vekur

Síðan má fá svítu á hótelinu fína

Sællega þar kyssa konuna sína

Skunda í bólið,sofna rótt

Saddur síðan hrjóta heila nótt.

Er morgunstund mann á fætur setur

Meira má þá borða ef þú getur

Og allt það besta sem hér er í boði

Af rausn sinni býður Jóhannes fjörugoði

Á kreppuverði, nú karl skaltu panta

Komdu við lofum að fjör mun ei vanta

viltu fæðið svo hollt, fá þér vel í tána

Flýttu þér þá beint á Fjörukrána

Samið í jan. 09 af Inga Gunnlaugssyni Gaflara

Dreymandi um fornan mat og mjöð…….